Ef þú mundir spyrja Kolbein hvað knýr hann áfram sem vísindamann, þá mundi hann svara forvitni og lögunin til að kanna. Þessi tvö orð fléttast í gegnum allt sem hann gerir – allt frá áhuga hans á sjávarlífinu til ástríðu hans á list, tónlist og náttúru. Kolbeinn stundar meistaranám við Háskóla Íslands, þar sem hann er að rannsaka atlantshafsþorskinn (Gadus morhua). Rannsóknirnar hans beinast að þorskunum í Seyðisfirði, þar sem hann skoðar dýpisdreifingu, aldur og vöxt þorska seiða eftir að þau hafa sest að á botninum. Þetta er mikilvægur hluti lífsferils þorsksins og hjálpar vísindamönnunum að skilja betur lífslíkur og nýtingu búsvæða. En þær upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir sjávarvistfræði og fiskveiðistjórnun.


Vísindamaðurinn bakvið rannsóknina
Þegar hann var spurður hvað hann vildi vera þegar hann yrði stór, þá svarið Kolbeinn:
„Eitthvað skapandi en líka eitthvað sem tengist náttúrunni – þannig kannski töfralæknir eða norn.“Þessi blanda af sköpunargáfu og tenginu við náttúruna hefur greinilega fylgt honum í gegnum lífið. Hann segir að forvitni hans og löngun til að kanna séu eitt af helstu hvatningunum hans. Hann laðast að líffæði þar sem hún gerir honum kleift að kanna leyndardóma lífsins.
Uppáhaldsfiskur
Kolbeinn gat ekki valið einn uppáhalds fisk – við skiljum það mjög vel.
„Annað hvort hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) eða hvalháfur (Rhincodon typus), aðallega vegna þess að þetta eru svo sæt dýr.“ Þessi virðing fyrir lífríki sjávar endurspeglast líka í rannsóknunum hans og viðhorfi hans á náttúruna. Hann viðurkenndi að hann hallast meira af sjónum „heldur en ferskvatninu þar sem sjórinn er stærri og virðist fornari.“

Hitt eða þetta: Hraðaspurningar
- Ferskvatn eða sjór? Sjór – hann er víðáttumikil og forn.
- Feltvinna eða Labbavinna? Bæði! Sérstaklega ef það er hluti af sama verkefninu – Kolbeinn elskar að sjá allt ferlið frá upphafi til enda.
- Kaffi eða Te? Te – sérstaklega jurtarte, þar sem kaffi hefur varla nein áhrif á hann.
- Sumar eða vetur? Hann er vetrarmanneskja, en kann þó að meta árstíðarbreytingarnar.
- Stórar alþjóðlegar ráðstefnur eða litlar innlendar ráðstefnur? Litlu innlendu – þær gefur þér gott tækifærði að heyra um verkefni vinna þinna og skipast á hugmyndum.
Gleðin (og áskoranirnar) við rannsóknarlífið
Fyrir Kolbein er eitt af því besta við að vera vísindamaður, vísindasamfélagið:
„Fólk knúið áfram af forvitni og drifi til að kanna og vilja til að vinna og læra saman.“
Hann hóf meistaranámið sitt fyrir ekki svo löngu síðan, þátt fyrir það finnst honum nú þegar hann vera „meira sokkin inn í vísindalífið og lífstílinn – meira en það að vera bara í skóla.“ Þessi tilfinning að tilheyra og þessi sameiginlega forvitni er það sem hvetur hann áfram.
Auðvitað eru líka áskoranir….
„Bara það að finna tíma til að gera allt sem mig langar til að gera, en ég segi það svo sem um næstum allt sem ég hef áhuga á.“
Heilræði til framtíðar vísindamanna.
Ráð Kolbeins til upprennandi vísindamanna eru einföld og einlæg:
„Vertu forvitinn og fylgdu ástríðunni þinni. Ég, til dæmis, horfi mikið á líffræði heimildarmyndir á YouTube í frítímanum mínum – það hjálpar.“ Hann hvetur líka nemendur að stíga út fyrir þægindaramman sinn:
„Reyndu að taka auka skrefið og vera félagslyndur og tala við annað fólk. Samnemendur þínir eru bæði ótrúlega áhugaverð og eining hafa þau mikinn áhuga hvað þú hefur að segja, sem er frábært“

Handan við rannsóknarstofnuna
Þegar hann er ekki að hugsa um þorska, þá beinir Kolbeinn forvitnin sinni að sköpunargáfu.
Hann elskar tónlist, að skrifa, teikna og elda og finnst ástríð hans á líffæði knýja sköpunargáfuna – og öfugt
