Botnvörpuveiðar og áhrif þeirra á hafsbotninn

Botnvörpuveiðar eru skaðlegar fyrir lífið á hafsbotninum. Margir eru sammála þessari staðhæfingu. En það er enn margt ólært um hvernig og hvers vegna þær valda skaða.

 

Mason Kenny vildi skilja betur áhrif botnvörpuveiðarfæra á hafsbotninn. Sem hann kannaði nánar í meistaranáminu sínu í Umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

 

Mason vann í samstarfi með Hafrannsóknastofnun Íslands (Hafró). Þar sem hann fékk aðstoð frá Pamela Woods, Haraldi Einarssyni og Sveini Agnarssyni. Þau gáfur honum tækifæri að taka þátt í Optigear verkefninu. Sem leyfði honum að rannsaka samskipti milli veiðarfæra og hafsbotnsins.

Hvað eru botnvörpuveiðar?

Botnvörpuveiðar er veiðiaðferð þar sem stórt net (botnvarp) sem er haldið opið með þungum málhurðum og gert þyngra með keðjum er dregið eftir hafbotninum til að veiða botnfiska (sjáið mynd að neðan).

 

Rannsóknir hafa sýnt fram að þessi veiðiaðferð hefur stórtæk neikvæð áhrif á plönturnar og dýrin sem lifa á hafbotninum. Botnvörpuveiðar hræra upp setlög (fast efni á hafsbotninum) með því að draga stórt net með þungum keðjum eftir hafsbotninum og eyðileggur náttúruleg búsvæði þar. Til dæmis með því að rífa plöntur upp með rótum og moka yfir dýrahella (göng eða holur þar sem dýr geta falið sig). Við þetta þyrlast upp setlögin og þau fara að fljóta í sjónum og loka þar með fyrir sólargeisla sem plöntur á hafsbotninum þurfa til að vaxa.

 

Botnvarp. Mynd fengin frá: NOAA.

Áhrif á hafsbotninn fer eftir hraða skipsins og botngerð

Mason lagði áherslu á gagnasett með upplýsingar um togaraveiðar fyrir hvert skip. Þetta gagnasett innihélt þar á meðal, upplýsingar um fjarlægð milli botnvarpsins og hafsbotnsins. Og einnig spennuna á vírnum sem tengir netið við skipið. Þessi gögn gefa því upplýsingar um hvernig veiðarfæri hafa áhrif á hafsbotninn og hvernig hafsbotninn hefur áhrif á botnvörpuveiðar.

Hann byrjaði á því að flokka mismunandi setlög og kortlagði þau á hafsbotninn. Sem var gert með því að skoða greiparsýni, sem eru sýni af botnseti frá vissum svæðum. Síðan flokkaði hann setgerðirnar eftir meðal kornastærð og útbjó nýtt setgerðar kort fyrir hafsbotninn í kringum Ísland. Þetta kort getur hjálpað framtíðar vísindamönnum að vera nákvæmari þegar verið er að kanna samskipti milli veiðarfæra og hafsbotnsins.

Kort af Íslandi sem sýnir mismunandi setgerðir (lituðu svæðin) og staðsetningu greiparsýna. Flokkun setgerða sýnd með mismunandi litum.

Mason skoðaði hvernig mismunandi þættir botnvörpuveiðanna höfðu áhrif á veiðarfærin sjálf og hvernig það hafði síðan áhrif á hafsbotninn. Hann sá að hraði togaranna hafði áhrif á spennuójafnvægi á botnvörpuna. Svona ójafnvægi hefur neikvæð áhrif á hafsbotninn. Niðurstöðurnar sýndu að siglingarhraði undir 4,6 km/klst leiddi til meira ójafnvægis, en það varð stöðugra þegar siglingarhraði var yfir 6,4 km/klst. Þannig hægari togarar valda meiri skaða.

 

Niðurstöðurnar sýndu eining að setgerðir á hafsbotninum hafði líka áhrif á ójafnvægið. Grófara set (kornastæð stærri en 10 mm) minnkaði ójafnvægið um 22%. Af hverju er þetta? Grófara set veitir netinu meira viðnám sem gerir botnvörpuna stöðugri.

Botnvörpuveiðar höfðu meiri áhrif en búist var við

Þessar niðurstöður sýna að botnvörpuveiðar geta verið drifkraftur í kolefnislosun frá hafsbotninum. Höfin okkar eru eitt af stærstu náttúrlegu kolefnisgeymslum jarðar og binda meira kolefni en nokkuð annað kerfi á jörðinni. Eins og kom fram áðan, þegar þunga botnvarpið með keðjum er dregið eftir hafsbotninum þá þyrla upp setlögin og byrja að fljóta í vatninu. Við þetta losnar einnig koltvísýringur sem var bundin í botninn. Eins og flestir vita er kolefnislosun eitt af megin drifkröftum loftslagsbreytinga. Myndinn hér að neðan sýnir hvernig botnvörpuveiðar raska hafsbotna og við það losnar koltvísýringur (CO2):

Þessi rannsókn er mjög mikilvæg þar sem hún getur upplýst útgerðirnar hvernig þær geta bætt veiðarfærin sín til að minna alla óþarfa röskun á hafsbotninn. Botnvörpuveiðar er ein útbreiddasta röskun manna á hafsbotni en ekki margar rannsóknir hafa metið áhrifin í tölum. Þessi rannsókn er fyrsta skrefið til að sýna útgerðunum og stjórnvöldum hvernig við getum byrja á því að minna áhrif togara.

Að horfa fram á við

Þessi rannsókn var mjög stórt verkefni en það er enn þá svo mikið eftir að gera. Mason skoðað bara gögn um vissa gerð af skipum, þessa vinnu er hægt að víkka út til annarra gerða skipa og veiðarfæra til að sjá áhrif þeirra á hafsbotninn. Enn fremur, til að skoða raunveruleg áhrif á fiska gæti þessi rannsókn samstillt sig við aflabækur til að tengja botnvörpuveiðarfærin við líffræðilegar niðurstöður.

 

Þessi rannsókn sem Mason Kenny gerði er hluti af stærra verkefni, Optigear verkefninu. Það verkefni stefnir að því að auka skilvirkni botnvörpuveiða. Það verkefni hefur hlotið styrk frá European Union’s Horizon 2020 og nýsköpunar verkefninu MarineGuardian (auðkenni styrksamnings: 101212608).

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *