Megin drifkraftar og tímarúms breytileiki í æxlunargetur íslenska þorsksins (Gadus morhua)

Síðasta sumar birti Ingibjörg G. Jónsdóttir hjá Hafrannsóknastofnun Íslands ásamt meðhöfundum sínum þeim Jóni Sólmundarsyni, Peter J. Wright, William Butler, og Pamela Woods grein í tímaritinu ICES Journal of Marine Science. Rannsóknin sem ber heitið „Megin drifkraftar og tímarúms breytileiki í æxlunargetur íslenska þorsksins“, kannaði heildar eggjaframleiðslu og lifun þorskseiða fyrsta árið sitt (hversu mörg seiði lifa af fyrsta árið).


Til þess að rannsaka þetta var notast við gögn frá árlegum stofnmælingum sem hafa fylgst með íslenska hrygningarþorsknum (fullorðnir þorskar sem fjölga sér) á ýmsum svæðum frá árinu 1996. Gögnin voru notuð til að kanna æxlunargetu stofnsins með því að skoða breytileika í tíma og rúmi í eggjaframleiðslu og lifun þorskseiða yfir fyrsta árið sitt. Nánar tiltekið kannaði rannsóknin hvernig eggjaframleiðsla er mismunandi eftir hrygningarsvæðum, áhrif aldursdreifingar hrygna og meðalstærð á eggjaframleiðslu og hvort lifunarhlutfallið hefur breyst.


Mynd sýnir sýnasöfnunar svæði frá árlegum stofnmælingum. Litir skilgreina mismunandi hrygningarsvæði þorsksins.


Hverjar eru megin niðurstöðurnar?


Megin niðurstöðurnar sýna að heildar eggjaframleiðsla hefur aukist sem endurspeglar aukninguna í stofnstærð hrygningarþorsksins. Eggjaframleiðsla jókst mest í Breiðafirði og Faxaflóa. Á sama tíma mælist minnkun í eggjaframleiðslu í kantinum austur af Vestmannaeyjum en þar hefur hrygningarþorski eining fækkað verulega. Á hinn bóginn hefur lifun þorskseiða á fyrsta aldursári lækkað, sérstaklega frá 2010. Sem bendir til þess að þó að fleiri egg eru framleidd er minna hlutfall sem lifir af. Það er óljóst hvað veldur þessu en þetta gæti stafað af aukinni þéttleikaháðri dánartíðni (meiri fjöldi dauðsfalla vegna miklar stofnstærðar). Þessar niðurstöður geta verið áhugaverðar fyrir almenning þar sem þær bendir til þess að fleiri foreldrar (stærri stofn) þýðir ekki endilega að fleiri afkvæmi lifi af og ná fullorðinsaldri.

Myndir sýna: (A) Fjölda eins árs þorskseiða sem fundust við árlegar stofnstærðamælingar í mars. (B) Lifunarhlutfall, sem er fjöldi eins árs þorskseiða í mars deilt með heildar eggjaframleiðslu (TEP). (C) Hvernig TEP tengist fjölda eins árs þorskseiða. (D) Hvernig TEP tengist lifunarhlutfallinu. Lárétta línan í (A) og (B) sýnir meðalgildið. Tölurnar á (C) og (D) tákna ártölin fyrir hvern hóp.


Hver ætti að lesa þessa rannsókn?


Þessi rannsókn gæti verið áhugaverð fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Fólk í sjávarútveginum og stjórnmálafólk geta notað þessa rannsókn til að skilja betur flóknu þættina sem hafa áhrif á þorskstofninn. Fyrir vísindasamfélagið veitir þessi rannsókn meiri innsýni fyrir sjávarlíffræðinga og vistfræðinga sem hafa áhuga á stofnstærðarbreytingum og áhrifa þéttleikaháðra þátta. Þessi grein getur einnig verið gagnleg fyrir nemendur sem eru að læra lykilhugtök fiskveiðifræði. Að lokum er þessi grein áhugaverð fyrir almenning, sérstaklega einstaklinga sem hafa áhuga á fiskveiðum og sjávarumhverfinu.


Hvernig gætu framtíðar rannsóknir litið út?


Framtíðar rannsóknir gætu kannað hvað veldur þessum aukning á dánartíðni, eins og aukinn samkeppni um fæðu eða hærri tíðni arfráns á svæðunum þar sem þéttleiki þorskseiða er mikil. Rannsakendur gætu einnig kannað hvernig hafstraumar gætu verið að bera egg og lirfur frá svæðum með mikla framleiðslu til óhagstæðari svæða. Til viðbótar gætu flóknari spálíkön verið notuð til að spá fyrir um hvernig stofninn mun bregðast við breytingum á umhverfisaðstæðum og stjórnunarsviðsmyndum.


Hvers vegna er það mikilvægt að þessi rannsókn var framkvæmd og hver eru gildi hennar utan fræðasamfélagsins?


Þessi rannsókn er mikilvæg því hún undirstrikar það að langtímaheilsa er háð seigum stofnum og breytilegum hrygningarsvæðum, sem eru lykilatriði til að tryggja farsæla nýliðun. Hún getur einnig verið mikilvægt verkfæri fyrir sjálfbæra fiskveiðistjórnun með því að sýna fram á að dreifing hrygningarsvæða yfir mismunandi svæði og eggjaframleiðslan á þeim svæðum eru mikilvægir þættir fyrir nýliðun. Þessi aukni skilningur hjálpar okkur að tryggja langtímaheilsu og framleiðni þorskstofnsins, sem er bráðnauðsynlegt fyrir íslenska hagkerfið.


Hlekkur að greininni: https://academic.oup.com/icesjms/article/82/7/fsaf128/8213717

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *