Mín þýðing: Köfunarkannanir ásamt notkun landnóts hjálpa við að finna þorska og ufsa seiði á grunnsævi

 

 

Hvað eru uppeldissvæði fiska? 

Uppeldissvæði eru svæði þar sem seiði og ungir fiskar geta fundið fæði, hagstætt hitastig og öryggi frá rándýrum. Mismunandi tegundir af fiskum, eins og þorska (Gadus morhua) og ufsa (Pollachius virens) seiði, setjast að á svæðum við ströndina á mismunandi tíma og við mismunandi dýpi. Til dæmis getur tímasetning hrygningar og aðstæður í hafi haft áhrif á þetta. Þessi uppeldissvæði hjálpa seiðum að lifa af og vaxa og eru því mikilvæg fyrir framtíðar fiskistofna.

 

 

þorska (Gadus morhua)

 

Hvað fjallar þessi rannsókn um?

Þessi rannsókn lagði áherslu á grunnsævi í fjörðunum við norðvestur Ísland. Á þessum svæðum eru fjölbreytilega búsvæði allt frá mala stöndum til svæða með stórum grjótum og þakið af þörungum. Vanalega nota vísindamenn landnót, sem eru löng net dregin frá fjörunni, til þessa að veiða seiði og unga fiska og meta síðan fjöldann þeirra. Þetta er mjög gagnleg aðferð, en ekki er hægt að nota hana við vissar aðstæður, eins og við mikið dýpi eða þar sem er mjög grýtt. Í þessari rannsókn notuðu vísindamennirnir bæði landnót og köfunarkannanir. Kafarar syntu í kafi meðfram settri slóð og töldu þroska og ufsa seiðin sem þeir sáu við mismunandi dýpi. Þessi aðferð veitir skýrari mynd á það hvar fiskarnir lifa og hvernig það munstur breytist yfir sumarið.

 

 

 

Myndir af vísindamönnunum að flokka fiska í landnótinu og tveimur köfurum á leið í könnun.

 

Hverjar voru niðurstöðurnar

Niðurstöður sýndu augljósan mun á tímasetningu og vali á dýpi milli þorska og ufsa.

  • Ufsar setjast að fyrr um sumarið. Oftast fundust þeir á miklu grunnsævi, sérstaklega þar sem þörungar uxu nálægt fjörunni. Eftir því sem leið á sumarið þá fækkaði ufsunum.  
  • Þorskarnir settust að seinna en ufsarnir en dvöldu í grunnsævinu lengur. Síðsumars sáu kafara þorska og einnig veiddust þeir í landnótið. Sem gefur til kynna að þorskar reiða sig á uppeldissvæðið í langan tíma. Þorskar fundust yfir breiðara dýptarbil, þótt flestir voru í vatni grynnra en 10 metrar.

 

Rannsóknin sýndi að þorska seiði finnast oftast í stórum hópum snemmsumars en síðsumars finnast þeir frekar einir. Þessi breyting gæti endurspeglað breytingu í hegðun þroska eftir því sem þeir vaxa frá meiri torfmyndun til einfarar lífs.

 

Að auki, sýndu bæði landnótaveiðarnar og köfunarkannanir að yfir rannsóknartímabilið voru bara þorskar og ufsar að nýta þessa grunnu firði sem uppeldissvæði. Engin önnur náskyld tegund fannst.

 

 

 

Af hverju er þetta mikilvægt?

Þessi rannsókn eykur skilning okkar á hvernig tvær mikilvægar nytjategundir nýta sér grunnsvæi við Ísland snemma á æfi sinni. Þorskar og ufsar eru mjög mikilvægar tegundir fyrir íslenskan sjávarútbúnað og íslensk vistkerfi. Að skilja hvar og hvenær þessi seiði setjast að veitir þekkingu sem getur leiðbeint varðandi nýtingu og verndun mikilvægra svæða.

 

Þar sem landnót eru ekki skilvirk við öll svæði geta köfunarkannanir veitt nýja innsýn. Til dæmis, geta kafarar skráð fjölda fiska á grýttum eða þörunga ríkum svæðum þar sem net virka ekki. Þetta veitir meiri upplýsingar en staðlaðar kannanir ná vanalega. 

 

Það að vernda uppeldissvæði er nauðsynlegt þar sem fjöldi seiða sem lifir af þetta lífskeið hefur gífurleg áhrif á þann fjölda fiska sem nær fullorðinsaldri og verða hluti af stofninum sem heldur upp veiðum.

 

 

 

Hvernig rannsóknir geta verið gerðar í framtíðinni.

Þó þessi rannsókn, veitti mikið af nýjum upplýsingum er enn meiri vinna eftir. Aðra rannsóknir í framtíðinni gætu til dæmis:

  • Nota erfðafræði til að flokka þorska í mismunandi vistgerðir, þar sem það er vitað að sumir þorskar lifa nær ströndinni en aðrir lengra út á hafi.
  • Fylgjast með breytingum yfir mörg ár til að sjá hvernig loftslag og vatnshiti hefur áhrif á hvar fiskarnir setjast að.
  • Sameinað köfunarkannanir og nýjar aðferðir sem meta staðsetningu til að fá skýrari mynd á því hvernig litlir fiskar ferðast.

 

Með því bæta við þessa vinnu geta vísindamenn betur spáð fyrir því hvort þorskar og ufsa seiði lifa af fyrsta aldursár sitt og hvernig hægt er að styðja við heilbrigða stofna til framtíðar.

 

Eining má finna greinar hérna: https://doi.org/10.1002/ece3.71674

 

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *